Auglýst eftir umsóknum

Umhverfissjóður sjókvíaelds auglýsir til umsóknar styrki til rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar o. fl., samkvæmt reglugerð nr. 1156/2008.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.

Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður.

Samkvæmt reglugerð nr.1156/2018 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis getur stjórn sjóðsins tekið ákvörðun um að forgangsraða ákveðnum verkefnum við úthlutun hvers árs. Við mat á umsóknum við úthlutun 2019 munu framhaldsverkefni njóta forgangs.

Á vefslóð sjóðsins (www.umsj.is) er að finna umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum til umsækjenda.

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið postur@anr.is eigi síðar en 5. júlí 2019.

Frekari upplýsingar veitir Ása María H. Guðmundsdóttir í gegnum netfangið asa.maria@anr.is

Eyðublað má nálgast hér

Leiðbeiningar fyrir umsókn má nálgast hér