Auglýst eftir umsóknum í Umhverfissjóð sjókvíaeldis

Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, og er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis skal stjórn sjóðsins taka ákvörðun um forgangsröðun verkefna við úthlutun hvers árs. Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2021 munu njóta forgangs rannsóknarverkefni á laxalús, kynlausum eldisfiskum (genaþöggun) og orkuskiptum í sjókvíaeldi. Eftir sem áður styrkir sjóðurinn verkefni á sviði burðarþolsmats og vöktunar. 

Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins. 

Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00 28. maí 2021.

Umsóknum er skilað rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Reglur og upplýsingar: 

Reglugerð:  https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/atvinnuvega--og-nyskopunarraduneyti/nr/21632

Leiðbeiningar við gerð umsókna:  https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/Fiskeldi/lei%c3%b0beiningar_USE.pdf

 

Nánari upplýsingar veitir: Anna Guðný Guðmundsdóttir; postur@anr.is