Breytingar á stjórn

Annas Jón Sigmundsson hefur látið af störfum sem formaður Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tekur við formennsku af Annasi.

Jafnframt hefur Kristín Helgadóttir látið af störfum sem stjórnarmaður hjá Umhverfissjóði sjókvíaeldis. Hún sat í stjórn sem fulltrúi Landssambands fiskeldisstöðva. Höskuldur Steinarsson kemur inn sem aðalmaður í stjórn fyrir hennar hönd af hálfu Landssambands fiskeldisstöðva.