Formannsskipti í stjórn

Grímur valdimarson hefur látið af störfum fyrir Umhverfissjóð sjókvíaeldis en hann var skipaður formaður hans 30. september 2014. Annas Jón Sigmundsson sérfræðingur í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur verið skipaðu formaður í stað Gríms og hefur þegar tekið við því hlutverki.

Af þessu tilefni sendir Grímur frá sér svohljóðandi tilkynningu:

Kveðja frá fráfarandi formanni stjórnar Umhverfissjóðs sjókvíaeldis

Stjórn sjóðsins var skipuð fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan. Var undirritaður beðinn um að taka að sér formennsku í stjórn sjóðsins og ýta þessu starfi úr vör. Nú hafa starfsreglur sjóðsins verið mótaðar, heimasíða sett upp og fjöldi umsókna um styrki verið afgreiddar. Vart þarf að tíunda mikilvægi sjóðsins sem á að tryggja að vel sé að verki staðið í þessari upprennandi atvinnugrein og að hún uppfylli ströngustu umhverfisskilyrði. Ég vil þakka meðstjórnendum mínum fyrir frábært samstarf um leið og ég óska þeim og nýjum formanni, Annasi Sigmundssyni, allra heilla í störfum sínum fyrir sjóðinn. Þá á Pétur Bjarnason hjá Byggðastofnun þakkir skildar fyrir márgháttaða aðstoð.

Grímur Valdimarsson