Reglugerð um Umhverfissjóð sjókvíaeldis

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um Umhverfissjóð sjókvíaeldis, en sjóðurinn starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi. Með setningu reglugerðarinnar er stjórnsýsla sjóðsins styrkt og gagnsæi ákvarðana við úthlutanir úr honum aukið. 

https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=74153a7f-01e2-11e9-942f-005056bc4d74