Sjö verkefni hljóta styrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis

Alls bárust sjóðnum 19 umsóknir og voru þær fjölbreyttar og áhugaverðar. Sjóðurinn hafði rúmar 88 m.kr. til úthlutunar en það er töluvert lægri upphæð en öllu jafna og því var mikilvægt að forgangsraða við úthlutun styrkja. Í auglýsingu eftir umsóknum var því tekið fram að framhaldsverkefni nytu forgangs að þessu sinni og endurspeglar úthlutunin það. Stjórn sjóðsins vill þó vekja athygli á að auglýst verður eftir umsóknum að nýju strax í byrjun næsta árs og ætti sjóðurinn þá að vera kominn aftur í eðlilegt horf.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk úr sjóðnum árið 2019:

  1. Akvaplan-Niva: Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan (LÚSINFER) 4 m.kr.
  2. Hafrannsóknarstofnun: Eldi á ófrjóum laxi 7 m.kr.
  3. Hafrannsóknarstofnun: Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 55 m.kr.
  4. Matís: Þróun SNP erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun 6 m.kr.
  5. Hafrannsóknarstofnun: Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna 5 m.kr.
  6. Hafrannsóknarstofnun: Sjálfbærni og vöktun fiskistofna við Langadalsá og Laugardalsá í Djúpi 6 m.kr.
  7. Náttúrustofa Vestfjarða: Sjávarlús á villtum laxfiski á Vestfjörðum og Austfjörðum 5,5 m.kr.