Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum króna.

Þann 3. mars 2017 var haldinn stjórnarfundur hjá Umhverfissjóði sjókvíaeldis. Farið var yfir umsóknir um styrki úr sjóðnum og samþykkt hverjir fengju styrk frá sjóðnum fyrir árið 2017.

Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis þakkar fyrir þær mörgu og góðu umsóknir sem bárust í  þriðja kall sjóðsins sem var með umsóknarfrest til 16. janúar 2017. Stjórnin hefur nú metið umsóknirnar. Alls bárust 16 umsóknir þar sem óskað var eftir styrkjum að upphæð tæplega 150 milljóna króna. Alls voru samþykktar 10 umsóknir að upphæð 86,615 milljónir króna.

Samþykkt var að veita eftirtöldum verkefnum styrk:

1. Matís og Hafrannsóknastofnunar. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna. 6 milljónir króna.

2. Hafrannsóknastofnun. Útbreiðsla laxfiska og umhverfisþættir vatnsfalla á Austfjörðum. 3 milljónir króna.

3. Náttúrustofa Vestfjarða. Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum.  4,940 milljónir króna.

4. Náttúrustofa Vestfjarða.  Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla.  1,8 milljónir króna.

5. Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. 22 milljónir króna.

6. Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum. 5 milljónir króna.

7. Landssamband Veiðifélaga. Gerð skýrslu um heildar efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi. 1 milljón króna.

8. Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan. 4 milljónir króna.

9. Hafrannsóknastofnun. Áhætta erfðablöndunar á villta stofna. 13,875 milljónir króna.

10. Hafrannsóknastofnun. Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða. 25 milljónir króna.