Skýrslur

Þeir sem hljóta styrki úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis þurfa að gera grein fyrir niðurstöðum verkefna sinna með lokaskýrslu. Form fyrir lokaskýrslu má finna hér: Framvindu- og lokaskýrsla.  Vilji styrkþegar skila skýrslum á öðru formi skal leita samþykkis starfsmanns sjóðsins á postur@anr.is

Athygli er á því vakin að í 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 874/2019 um sjóðinn segir "Heimilt er að krefjast endurgreiðslu útgreiddra styrkja eða styrkhluta verði verulegur, óútskýrður dráttur á framvindu verkefnis eða lokaskýrslu".

Stjórn sjóðsins hafur eftirlit með framvindu verkefna sem og viðhefur eftirfylgni með þeim verk­efnum sem sjóðurinn hefur styrkt. Styrkþegar skulu senda stjórn sjóðsins upplýsingar um stöðu verkefna á a.m.k. 6 mánaða fresti og skila lokaskýrslu til stjórnar sjóðsins við lok verkefnis. Einnig getur stjórn sjóðsins yfirfarið verkefni og kallað eftir upplýsingum þegar hún telur ástæðu til.

Upplýsingar um niðurstöður rannsóknaverkefna verða gerð aðgengileg í samráði við styrkhafa og í samræmi við eftirspurn.