Umhverfissjóður sjókvíaeldis

Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, og er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sjoðurinn er fjármagnaður af handhöfum fiskeldisrétthafa. Markmið sjóðsins er að fjármagna verkefni, sem lúta að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest að þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. 

Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins. 

 

Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00 28. maí 2021

Umsoknum er skilað rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins

Reglur og upplýsingar: 

Reglugerð:  https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/atvinnuvega--og-nyskopunarraduneyti/nr/21632

Leiðbeiningar við gerð umsókna:  https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/Fiskeldi/lei%c3%b0beiningar_USE.pdf

 

Nánari upplýsingar veitir: Anna Guðný Guðmundsdóttir; postur@anr.is