Umhverfissjóður sjókvíaeldis

Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur tekið til starfa og auglýsir nú eftir umsóknum í annað sinn. Sjóðurinn er fjármagnaður af handhöfum fiskeldisrétthafa. Markmið sjóðsins er að fjármagna verkefni, sem lúta að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest að þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar.

Eyðublaðið má nálgast hér

Leiðbeiningarnar má nálgast hér. 

Samningseyðublað má nálgast hér.