2020
Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis hefur lokið úthlutun ársins 2020. Sjóðnum bárust 28 umsóknir um styrki uppá alls 471,8 m.kr. Verkefnin sem sótt var um styrki fyrir voru fjölbreytt og áhugaverð en að þessu sinni hlutu 15 verkefni styrki að upphæð 193,2 m.kr. en sjóðurinn hafði til úthlutunar 195 m.kr.
Umhverfissjóður sjókvíaeldis er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis.
Eftirfarandi verkefni hlutu styrk frá Umhverfissjóði sjókvíaeldis árið 2020
Umsækjandi |
Verkefni |
Styrkur (kr.) |
Akvaplan-niva ehf. |
Skimun eftir lyfjaleifum í botnseti undirfiskeldisstöðvum |
8.000.000 |
Akvaplan-niva ehf. |
Laxaseiði - stærri og sterkari smolt (SOSsmolt) |
8.000.000 |
Hafrannsóknarstofnun |
Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna |
11.910.000 |
Hafrannsóknarstofnun |
Kynlaus eldislax |
10.275.000 |
Hafrannsóknarstofnun |
Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða |
34.919.000 |
Hafrannsóknarstofnun |
Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Breiðdalsá á Austurlandi |
22.500.000 |
Hafrannsóknarstofnun |
Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis |
39.951.000 |
Hafrannsóknarstofnun |
Vöktun vegna áhættumats erfðablöndunar |
12.500.000 |
Keldur |
Uppruni og áhrif nýrnaveiki í fiskeldisstöðvum á Vestfjörðum |
8.005.000 |
Matís ohf. |
Þróun SNP erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun í laxi |
6.000.000 |
Náttúrustofa Austurlands |
Áhrif fiskeldis á fugla og sjávarspendýr |
4.979.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða |
Fjölbreytileiki botndýra í firði eftir 10 ár |
1.300.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða |
Vöktun á sjávarlúsum á villtum laxfiskum |
6.000.000 |
Rannsóknarsetur HÍ á Vestfjörðum |
Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska |
8.000.000 |
RORUM ehf. |
Ákvörðun lágmarks hvíldartíma fiskeldis byggt á botnrannsóknum |
10.774.000 |