Úthlutun 2021

Umhverfissjóður sjókvíaeldis er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis.

Stjórn sjóðsins hefur tekið ákvörðun um greiðslur úr Umhverfissjóð sjókvíaeldis fyrir árið 2021.

Alls bárust 21 umsókn þar sem óskað var eftir styrkjum að upphæð rúmlega 400 milljón króna og hefur stjórn sjóðsins tekið ákvörðum um að bjóða upp á samninga um 13 verkefni, fyrir allt að 190 milljónir króna. Meðal verkefna sem hljóta styrk að þessu sinni eru rannsóknarverkefni á laxalús, kynlausum eldisfiskum og orkuskiptum í sjókvíaeldi.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk frá Umhverfissjóði sjókvíaeldis árið 2021

Umsækjandi:

Verkefni:

Upphæð:

Akvaplan-niva ehf.

Háskólinn á Hólum

Arctic Sea Farm hf.

Laxaseiði - Stærri og sterkari smolt (SOSsmolt)

6.000.000

Akvaplan-niva ehf.

Arnarlax ehf.

Arctic Sea Farm hf.

Skimun eftir lyfjaleyfum í botnseti undir fiskeldiskvíum

4.000.000

Arctic Fish ehf.

Hafrannsóknastofnun

Tilraunastöð Hásk. í meinafræði

Arnarlax hf.

Háafell ehf.

Laxar Fiskeldi ehf.

Fiskeldi Austfjarða hf.

Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum

7.000.000

Benchmark Genetic Iceland ehf.

Háskóli Íslands

Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi

19.500.000

Blámi

Greining orkunotkunar í íslensku sjókvíaeldi

2.500.000

Hafrannsóknastofnun

Fiskeldi Austfjarða hf.

Kynlaus eldislax

20.000.000

Hafrannsóknastofnun

Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða

12.000.000

Hafrannsóknastofnun

Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Breiðdalsá á Austurlandi

55.500.000

Hafrannsóknastofnun

Vöktun á erfðasamsetningu laxfiska á sjókvíaeldissvæðum

3.500.000

Hafrannsóknastofnun

 

Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis

36.500.000

Matís ohf.

Hafransóknastofnun

Arctic Fish ehf.

Lús-eDNA: Vöktun lúsaálagi í sjókvíum með umhverfiserfðaefni

9.000.000

Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum

Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska

6.000.000

Rorum ehf.

 

Fuglarannsókn í Berufirði vegna fiskeldis

8.500.000