Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.04 Velferðarnet

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Árin 2022-2023 var áfram unnið að Velferðarneti Suðurnesja, sem gengur út á að efla og samhæfa velferðarþjónustu. Á árinu 2023 hófst verkefni Í Fjallabyggð, Hátindur 60+, sem snýr að innleiðingu tækni í heilbrigðis- og velferðarþjónustu fyrir 60 ára og eldri íbúa. Sambærilegt verkefni er í undirbúningi á Ísafirði.

Tengiliður

Þór G. Þórarinsson, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að heildstæð þjónusta á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála verði styrkt og aukin og ávinningur notenda af þjónustu ríkis og sveitarfélaga þannig aukinn.

Stutt lýsing: Haldið verði áfram með þróun tilraunaverkefna í þverfaglegum landshlutateymum/velferðarnetum sem sinni samhæfingu, ráðgjöf, gæðamálum og fleiru á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála í anda laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Sett verði á laggirnar velferðarnet sem myndi heildstæða og samræmda þjónustukeðju sveitarfélaga og ríkis á umræddum sviðum. Byggð verði upp kunnátta til að veita starfsfólki sveitarfélaga, notendum og foreldrum sérhæfða stað- og fjarbundna ráðgjöf sem miði m.a. að því að beita fyrirbyggjandi stuðningi og ráðgjöf fyrr. Unnið verði að verkefnum sem miði að því að styðja notendur og fjölskyldur þeirra í dreifðum byggðum til sjálfshjálpar þar sem ekki er greiður aðgangur að sérfræðingum. Áhersla verði lögð á þróun stafrænna lausna á sviði velferðartækni. Árangur aðgerðarinnar verði m.a. mældur í fjölda velferðarstofa.

  • Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Stofnanir ríkis og sveitarfélaga á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála á viðkomandi svæði.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Ráðuneyti, landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, almannaheillasamtök og fyrirtæki í stafrænni þróun tæknilausna á sviði velferðar- og menntamála.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna, heilbrigðisstefna, nýsköpunarstefna, stefna í nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu, þingsályktun um barnvænt Ísland.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 1, 3, 4 og 16, einkum undirmarkmið 1.3, 3.5, 3.8, 4.a og 16.1.
  • Tillaga að fjármögnun: 25 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Félags- og fjölskyldumál
Líf og heilsa
Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum